14.8.2008 | 19:17
Á að gefa upp nafn á bloggara sem hótar að loka mig í kistu eða allavega að losa bloggið við mig?
Mér er hótað lífláti á netinu. Nú er langt gengið af því góða. Mér hefur verið hótað andlegu lífláti eða í það minnsta einelti, af sambloggara. Hvað ætli sé hægt að gera þegar slíkt gerist, hóta á móti eða kæra málið? Sá frómi bloggari sem hótar mér er þekktur hérna á blogginu en ég hef lítið gert af mér gagnvart þeim bloggara, smá kvitt að vísu. Eitthvað er bloggstíllinn minn að særa betri vitund þessa ágæta bloggara, nóg allavega til þess að nú er mér hótað lífláti annaðkvöld. Ég er að vísu ekkert að hafa of miklar áhyggjur af þessu, enda erfiðara nálgast mig en helvíti. Samt hefur þessi ákveðni bloggari leiðir til að komast að mér. Sjáum bara til annaðkvöld, spyrjum að leikslokum og sjáum hver sigrar!
Christian Bale ekki ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Lolitan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nafngreindu manninn/konuna....
....annars er lögbrot að hóta lífláti...
Haraldur Davíðsson, 14.8.2008 kl. 19:29
Ég myndi nafngreina bloggarann. Hvað er að fólki sem hótar svona spyr maður sig bara og klórar sér í hausnum
Soffía (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 19:43
Það leysir eingin vandamál að loka á þá sem eru geðsjúkir þeir ráðast þá bara á þig á sinni eigin síðu. Það er fullt af bloggurum sem eru ekki heilir á geði.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 14.8.2008 kl. 19:45
Nafnleynd er aldrei til góðs, hvorki hjá bloggara né þeim sem vilja setja inn athugasemdir.
Tek að sjálfsögðu undir með þeim hér að ofan, ofbeldishótun og ofbeldishegðun er lögbrot. Hef sjálf valið að ritskoða athugasemdir þótt það sé afar sjaldgæft að maður hleypi ekki athugasemd að. Staðreyndin er sú að, samt sem áður, að þeir sem ganga yfir strikið með dónaskap og viðbjóði eru fáir.
Þetta eru þeir sem ekki ráða við við að taka málefnalegan þátt en nærast á að kasta skít. En eins og ég segi miða við fjöldann sem skoða bloggsíður og skrifa athugasemdir þá eru þessir reiðu og bitru afar fáir.
Kolbrún Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 19:51
Ja, bloggarinn hótaði mér reyndar engu ofbeldi, eingöngu því að hann ætlaði að "loka mér". Hann ætlar að sjá til þess að ég geti ekki bloggað aftur, það jafngildir lífláti held ég.
Lolitalitla, 15.8.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.