31.7.2008 | 22:53
Viðbjóðsverknaður, hvernig er þetta hægt?
Þvílík skelfing er þetta eiginlega? Þarna hljóta eiturlyf að koma við sögu, einhver ofskynjunarlyf eða álíka viðbjóður. Það er nokkuð öruggt að heilvita manneskja myndi aldrei fremja slíkan glæp nema undir áhrifum einhvers viðbjóðs. Þetta er í það minnsta virkilega sorglegt, bæði fyrir aðstandendur þess hauslausa og einnig vegna aðstandenda afhausarans.
Maður afhöfðaður í rútu í Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Lolitan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg fæ bara sjokk ad heyra tetta! Eg bjo tarna og hefdi aldrei grunad ad svona gæti gerst i "Friendly Manitoba" :S hrædinlegt alveg
Iris (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 04:15
Já, kennum bölvuðu eiturlyfjunum um þetta. Þau hafa örugglega látið manninn fremja glæpinn. Örugglega hass eða amfetamín eða önnur svipuð efni.
m (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 07:22
Það er líka möguleiki að manninn hafi einmitt vantað lyf, sé hvorki heilvita né hafi verið á eiturlyfjum, sé bara geðsjúkur.
Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 09:14
bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki hlint(ur) fíkniefnum, ég er einfaldlega búin að kynna mér áhrif sumra fíkniefna vegna ritgerðar sem ég er að semja viðvíkjandi mínu námi.
Víman sem kemur af hassi er róandi, ekki líklegt að hann hafi verið á því. Amfetamín-víman lýsir sér með mikilli orku, þó svo að viðkomandi sé þess full meðvitaður um hvað hann er að gera.
Fólk sem hefur tekið inn amfetamín er mjög aktíft, það kemur miklu í verk og gerir mikið þegar það er í þessari vímu.Maðurinn er vafalaust ekki heill á geði, en mér finnst ekki líklegt að hann hafi hafi verið á öðru hvoru þessara fíkniefna.
Ofskynjunarlyf eru líklegust, þau gætu hafa komuð manninum til að halda að honum stæði ógn af drengnum, hver veit.
Það er ekki líklegt að honum hafi vantað lyf og verið að reyna að "redda" sér þeim með þessum hætti. Þeir sem eru fíklar "redda" sér á annan hátt. Nú ef hann hefði verið að reyna að útvega sér lyf hefði hann einfaldlega rænt einhver, þar sem ekki sæist til hans og hann kæmist upp með það.
Líklegasta skýringin er þvi geðveila eða ofskynjanir. Ég get að minnsta kosti enganvegin séð það að maðurinn hafi verið edrú, nema þá að hann eigi við geiðveiki að stríða, sem er stór og mikill möguleiki. Hann hefur ekki verið undir áhrifum kannabis efna, til þess hafði hann of mikla orku, amfetamínið veitir vissulega þess orku, en engu að síður tel ég ólíklegt að um amfetamín hafi verið að ræða vegna þess að einstaklingur sem er undir áhrifum amfetamíns hefur samt sem áður skýra hugsun. Þá erum við komin aftur að ofskynjunarefnum sem ég tel vera líklegustu skýringuna.
Ég vona að ég hafi ekki móðgað neinn með þessari skoðun minni, og til þeirra sem móðgast við hana vil ég biðjast velvirðingar. Takk fyrir.
111 (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 14:35
held hún sé að meina að honum hafi vantað einhver geðlyf.. ekki eiturlyf :)
www (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.