29.7.2008 | 15:12
Erótík á ylströnd í hita og sól.
Yndislegt, ég í fríi og hitinn fer hækkandi. Þá er bara von mín að sólin láti líka sjá sig svo ég fái fallega brúnan lit í fríinu mínu. Nettar pjötlur er málið þegar svona er, þannig að sólin fái leikið við hvern þumlung líkamans. Ég elska hvert tækifæri sem gefst til að liggja á ylströndinni á litlum flíkum og njóta sólarinnar á milli þess sem hægt er að horfa á stælta karlmannlega líkama í boltaleikjum umhverfis í sandinum. Svo mikil erótík og nautn í því að vera hálf nakin á ströndinni, þó öðru máli gegni ef fólk er að liggja hálfnakið við umferðagötur. En, ef slíkt er gert í anda leiklistarinnar þá verður það að vera hið besta mál.
Mikil blíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Lolitan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt skil ég ekki, af hverju er það rosalega fréttnæmt að gott veður sé í höfuðborginni en ekki 23-25 stiga hiti á norðurlandi ;) það nær aldrei þeim hita í Reykjavík nema á svona 8-10 ára fresti ;)
Mikael Þorsteinsson, 29.7.2008 kl. 15:26
Spurning um hvort það sé ekki vegna þess að hitinn fer nú bara oft ekki uppí 20 gráður í Reykjavík en er oft langt upp fyrir slíkt á norður eða austurlandi. Núna segir í veðurspá til dæmis að hiti gæti farið hátt yfir 20 gráður á vesturlandi og þá jafnvel í Reykjavík.
Lolitalitla, 29.7.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning