27.7.2008 | 18:32
Það þarf tvo til að dansa Tangó.
Svona lagað gerist ekki nema ef ástæða er til. Eitthvað hlýtur maðurinn að hafa gert af sér til að verðskulda svona meðferð, það eru tvær hliðar á hverju máli og sjaldan er bara öðrum um að kenna. Auðvitað hlýtur þetta að tengjast eiturlyfjum, hvað annað? Til skammar bara.
Handrukkarar misþyrmdu manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Lolitan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Lolitalitla
Mikið rétt það er æskilegt að a.m.k. tveir dansi tangó, svo er um fleiri hluti. Síðast þegar ég heyrði þetta sagt var ég á leiðinni inn á veitingarstað. Þá kemur gaur út og lemur mann í röðinni fyrir framan mig. Hann slasaðist allnokkuð. Hringt var á lögreglu og ákváðum við 4 gestir sem ætluðum inn að bera vitni. Kemur þá ekki myndaleg ljóska, sem hafði sannararlega skoðanir á málunum. Hún hafði ekki orðið vitni að því sem gerðist, taldi aðstoð sýna skipta sköpun.
" Ég er að læra lögfræði" sagði hún
" Nú, já" sagði lögregluþjónn
" Það þarf alltaf tvo til þess að dansa tangó" sagði hún, og setti á sig afar gáfulegan svip
" Getur þú losað okkur við hana" hvíslaði lögreglumaðurinn
Þegar stúlkan var farin, eftir að hafa ausið úr viskubrunni sínum, sagði lögregluþjónninn: " Sumir laganemar verða afar gáfaðir, eftir að þeir hefja nám"
Í ljós kom að þolandinn og gerandinn þekktust ekkert.
Sigurður Þorsteinsson, 27.7.2008 kl. 19:43
Ertu sem sagt að kalla mig ljósku Sigurður? Það er ekki hægt að líkja svona atvikum saman, annarsvegar random skemmtistaða - eða fyllerísslagsmál og hinsvegar skipulagður verknaður af "fagmönnum" þar sem handrukkarar eru í fararbroddi.
Lolitalitla, 27.7.2008 kl. 19:55
Sæl Lolitalitla. Nei ég var ekki að kalla þig ljósku. Þú þarft að lesa bloggið þrisvar áður en þú svarar. Veit ekki hvort þú er hún, eða hann en bloggið þitt var mjög ljóskulegt. Foreldrar hafa verið heimsóttir vegna fíkniefnamála og ruglast hefur verið á mönnum. Um það veit ekki ég og sennilega ekki þú. Tel líklegast að þú hafir fengið gáfnakast, sem þekkist vel meðal laganema á fyrsta ári. Þeir skynsamari læknast yfirleitt eftir fyrsta kast. Ein magneltafla dugar yfirleitt. Drekktu vatn með og hvíldu þig og þá líður þetta hjá
Sigurður Þorsteinsson, 27.7.2008 kl. 20:11
Gáfnafar mitt er í ágætu ásigkomulagi og hef ég enga þörf fyrir Magnyl eða einhverju öðru álíka, þakka samt. Þegar handrukkarar eru á ferðinni þá er það ekki vegna þess að þeir séu bara að leika sér einhendis, það er alltaf einhver ástæða fyrir því að þeir eru á ferðinni. Þar spila tveir saman, sá sé selur eitthvað og sá sem kaupir eitthvað. Ef sá sem kaupir eitthvað borgar seljenda ekki vöruna þá er sendur rukkari á kaupandann, sem sagt handrukkarar. Því eru það tveir sem dansa þann dans en handrukkarinn er bara milliliður. Ef handrukkarar fara mannavillt þá eru þar samt tveir í dansi, seljandinn og kaupandinn eða einhver tengdur kaupanda. Random slagsmál í miðbænum atvikast á hinn veginn oft á því að einhver einn dansar eigin dans og snappar, en vei þeim sem lendir í vegi hans á leiðinni. Random slagsmál og handrukkara vandamál er tvennt ólíkt.
Lolitalitla, 27.7.2008 kl. 20:29
Vá...
Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 21:42
Það að dansa og að handrukka er tvennt ólíkt. Hve mörg slagsmál hefurðu séð sem þróast yfir í dans eða öfugt, hvað þá frumsamdan dans á staðnum ( "einn dansar eigin dans", freestyle?)?
Hvað með random handrukkun í miðbænum?
Ef þú metur þína eigin reynslu af handrukkun, telurðu ljóskur betur í stakk búnar til að kljást við þetta vandamál?
Hróðvar Sören, 28.7.2008 kl. 00:31
Ég verð eiginlega að vera sammála Lolitunni með þetta. Handrukkarar "rukka" ekki fólk bara að gamni sínu heldur er alltaf einhver ástæða fyrir því. Handrukkararnir eru svo oft á tíðum að selja sjálfir og þurfa að standa í skilum við sinn lánadrottinn.
Pétur (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning