Daðurdrósir Íslands í augum heimsins.

Verð að viðurkenna að mér kemur þetta fyrir sjónir hálf lauslætislegt og daðurslegt. Er þetta myndin sem við viljum að túristar taki með sér heim, fáklædd kona við götur bæjarinns? Er ekki einmitt verið að ýja að því að ímynd kvenna á Íslandi sé miður fögur í augum heimsins, sem auðveldar og léttgyrtar? Þetta bætir ekki þá ímynd.
mbl.is Freyja sólar sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

......mér finnst þetta bara langt frá því að vera lauslætislegt hún liggur bara makindarlega í sólstól stórglæsileg og sæt stelpa - mér finnst bara ekkert kynferðislegt við þetta............ það er ekki eins og hún sé að skaka sér upp við súlu!!!!!!!!!!

Katrín (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 21:18

2 identicon

WTF? Ég get bara ekki séð neitt lauslætislegt við þessa mynd?! Venjuleg ung stúlka í sólbaði.. Vissi ekki sólböð færu fyrir brjóstið á fólki núorðið. 
Ég hef nú séð þær "verri" sem sóla sig berar að ofan í garðinum heima hjá sér fyrir framan allra augum. Mér þykir það heldur barasta ekkert lauslætislegt, bara normal og ekkert frábrugðið því sem maður sér annarsstaðar í heiminum..

Er ekki málið að fara bara að blogga um e-ð annað?

Berglind (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:54

3 identicon

Haha

Það er alveg frábært að sjá viðbrögð fólks við þessu. 

Ég verð að byrja á því að benda á að þessar innsetningar eru settar upp sem einskonar listagallerý, "Freyja" er ekki ein að sóla sig. Það eru ýmsir fleiri karakterar á ferðinni, Baldur hinn ljóðelski og unglingurinn Sturla sem nýtur þess að sofa á daginn og vaka á nóttunni svo dæmi séu tekin. Við hvert einasta "verk" eru svo skilti sem útskýra að þetta sé Freyja og hver áhugamál hennar séu.

Að því sögðu verð ég að vera sammála fyrri ræðumönnum. Ef það má nú ekki sóla sig þá veit ég ekki hvað má nú til dags. 

Akureyringar og ferðamenn hafa notið innsetninganna í botn, vægast sagt.

Gísli (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Lolitalitla

Þó ykkur þyki þetta ekki á neinn hátt daðurslegt eða glyðrulegt þá er ekki þar með sagt að mér geti ekki fundist það. Ykkar réttur að hafa ykkar sýn á þetta og alfarið minn réttur að hafa mína sýn á svona lagað. Ég amast ekki við ykkar skoðun svo ég óska eftir því að þið séuð ekki að amast við því þegar ég segi að "mér komi þetta fyrir sjónir hálf lauslætislegt og daðurslegt".

Lolitalitla, 27.7.2008 kl. 20:46

5 identicon

Vissulega mátt þú hafa þínar skoðanir og ég mínar.

Ég gleymdi líka að taka fram áðan að ég er hluti af þessum hópi. Ekki samt skilja mig þannig að ég taki þessu móðgandi, þvert á móti.

En það sem rökræður ganga út á er að styðja mál sitt og reyna að sannfæra þá sem eru ósammála manni um að þeir hafi rangt fyrir sér. 

Það var með þetta í huga sem ég reyndi að útskýra að þetta "lauslæti og daður" væri í raun skemmtun og ætti ekkert skilt við það sem þú ert að tala um. Það er ekki fyrr en þessi frétt birtist sem við fáum þessi viðbrögð við þessu og það er hreint út sagt alveg frábært. Nú höfum við fengið allann skalann; gleði, undrun, og nú neikvæð viðbrögð.

En skiltin sem ég talaði um, sem segja frá Freyju, ættu að koma í veg fyrir að fólk taki henni sem raunverulegum einstakling sem er lauslát og daðursleg, heldur til þess gerð að skemmta þeim sem ganga fram hjá, sem hefur svo sannarlega tekist hingað til, enda erfitt að neita því að þegar veðurfréttirnar segja háflskýjað og 10 stig eru allir orðnir hálf naktir til þess að taka á sig smá lit.

Gísli (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 20:56

6 Smámynd: Lolitalitla

Gott að fá þitt innlegg hér Gísli, fyrst þú kemur með aðrar og frekari upplýsingar um þennan gjörning. Það hefði aldrei hvarlað að mér að reyna að rökræða mína sýn á málið og ætlast til að fá einhvern til að hafa sömu sýn á þetta og ég, bara alls ekki. Hins vegar er gott að fá að vita meira um þetta því ég hafði ekki meiri upplýsingar en svo að ég sá unga stúlku liggja í sólbaði við umferðagötu þar sem hún sýnir stóran hluta af líkama sínum vegfarendum. Fyrir þitt innlegg veit ég nú betur um hvers skonar gjörning er hér um að ræða og þakka ég þær upplýsingar. Ef það eru skilti og fleiri á svæðinu sem sýna að þetta er gjörningur þá lítur málið bara allt öðruvísi út og enn hef ég hlaupið framfyrir eigin tær.

Lolitalitla, 27.7.2008 kl. 21:14

7 identicon

Ég held að í þessu tilviki megi segja að frekar hafi blaðamaður hlaupið framfyrir eigin tær að hafa fréttina eins og hún er, þar sem hún er vissulega villandi. Þín viðbrögð voru í raun ósköp eðlileg miðað við hvernig þetta var sett upp.

Gísli (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Lolitan

Höfundur

Lolitalitla
Lolitalitla
Felubloggari með ágætis húmör! Ætla mest að kasta fram stuttum hugleiðingum um fréttir líðandi stunda. Kannski skrifa smá öðru hvoru um aðra bloggara, kannski senda inn athugasemdir einhvers staðar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband