Alltaf auðvelt að afsaka sig og sjá eftir hlutunum eftirá.

Tæplega 14 þýðir 13 ára. Burt með drenginn úr íþróttinni, fyrst hann sýnir þessa takta núna bara 13ára hvernig ætli hann verði þá um tvítugt? Það á að taka strax og duglega á svona brotum, enda gæti það hjálpað til með að gera íþróttina mannlegri í framtíðinni.
mbl.is Fjórtán ára réðst á dómara
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertað grínast? er þetta sú lausn sem þér finnst vænlegust... jahérna hér

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 14:40

2 identicon

ég er með drengnum í flokki og þetta er ýkt svo mikið að það er ekki eðlilegt. hann rétt danglar í hann á leiðinni útaf vellinum eftir að dómarinn hafði gefið honum MJÖG ósanngjarnt rautt spjald.

Fróði (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 15:24

3 identicon

Hvaða máli skiptir það hvort dómarinn hafi gefið honum ósanngjarnt rautt spjald? Hann fékk spjald og dómarinn ræður. Mér finnst það orðið alltof algengt núorðið að fólk sé að skamma dómarana. Það er bannað að rífast við dómarann! Þessi drengur ætti að fá bann alveg eins og gert í eldri flokkunum og það þyrfti að fara með þetta fyrir aganefnd.

anna (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 15:30

4 identicon

Að sjálfsögðu ætti að banna drengnum að spila fótbolta héðan í frá.

Það þyrfti jafnvel að íhuga einhverjar leiðir til að koma í veg fyrir að hann geti snert bolta yfirhöfuð, því hann er jú augljóslega skaðræðisdrengur.

Svo er náttúrulega líka spurning um að fangelsa bara kvikindið...ég meina..hann sparkar í dómara...hvað á hann eftir að gera ef hann fær sér einhvern tímann í glas.

Ég tel augljóst að um upprennandi stórglæpamann er að ræða...

Djöfull sem fólk getur verið vitlaust stundum...við erum að tala um 13 ára krakka og eins og Fróði segir, vafalaust réttilega, er þetta ýkt gríðarlega...

Farið af ykkar háa dómarahesti og hugsið hlutina í gegn áður en þið skrifið merkingarlausa vitleysu á bloggsíður

Hjörtur A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:26

5 Smámynd: Tiger

 Ég verð að segja það að mér finnst í góðu lagi að taka hart á því ef leikmaður gerist brotlegur á þann hátt að missa stjórn á skapi sínu og ráðast á dómara - sama hve ungur eða gamall leikmaðurinn er.

Ég meina, sko ef við hugsum bara "þetta er bara krakki, þetta lagast" og sleppum greyinu alfarið - þá getið þið ímyndað ykkur hvernig hann verður um 20 ára aldrinn eins og færslu höfundur skrifar.

Kannski óþarfi að taka hann úr íþróttinni - en málið er að taka á þessu máli alveg eins og um sé að ræða eldri leikmenn, annars lærir hann ekkert. Rautt spjald er rautt spjald - maður tekur slíku í íþróttum eins og sannur íþróttamaður - ella á maður ekkert heima þar.

Takk fyrir innlit.

Tiger, 26.7.2008 kl. 16:45

6 Smámynd: Lolitalitla

Ég afsakaði það að ég hafi verið fljótfær en í ljósi upplýsinga eftir á sem varða mannslíf, tók ég hana auðvitað út, en ég hef aldrei sagt að ég sæi eftir því að hafa skrifað hana.

Lolitalitla, 26.7.2008 kl. 22:43

7 identicon

Ýkt?

Þekki viðkomandi dómarar og munnsöfnuður drengsins var með ólíkindum. Hann var rekinn út af fyrir afar grófan munnsöfnuð sem heyrist ekki hjá fullorðnum karlmönnum.

Banna drenginn í ár.

Grolsi (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:45

8 identicon

heyrðu þú þarna Hjörtur má ég spyrja þig að einu? þekkiru strákinn, hvernig geturu sagt svona um hann þegar þú þekkir hann ekki?

Daði (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:25

9 identicon

Daði - Þekki strákinn ekki neitt.

Hvað sagði ég um hann? :/

Gef mér að þú hafir ekki lesið 4 neðstu línurnar í því sem ég skrifaði?

Hjörtur A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 15:57

10 Smámynd: Lolitalitla

Hvort sem brot stráksins hafi verið gróf, ýkt eða uppblásin þá sá dómarinn ástæðu til að gefa honum rautt spjald sem þýðir útaf með hann. Ef maður ætlar sér að taka þátt í íþróttum þá á maður að kunna að hemja skap sitt og ef ekki þá í það minnsta virða vald dómara til að reka mann út fyrir vallarlínur. Maður veður ekki upp, hvorki í fljótfærni né í hita leiksins, með ljótan munnsöfnuð og jafnvel spörk í dómara ef maður ætlar sér að vera langlífur í íþróttum, ekkert flóknara en það. Ég styð langt bann á drenginn, jafnvel brottrekstur þar til hann verður nógu þroskaður til að skilja þetta.

Lolitalitla, 27.7.2008 kl. 19:30

11 Smámynd: Kristinn Rúnar Kristinsson

Er ekki alveg í lagi hjá þér, þú þarna Lolitalita? Þú hefur greinilega aldrei spilað keppnisíþrótt og veist ekki neitt.. Menn geta misst stjórn á sér í heat of the moment og beðist svo fyrirgefningar á því og þroskast sem manneskja fyrir vikið, en að banna strákinn frá íþróttinni er gjörsamlega fáránlegt og eitt það heimskulegasta sem ég hef heyrt, sérstaklega þar sem þetta atvik er hrikalega mikið uppblásið og þessi gæji hjá mogganum sem skrifaði fréttina er algjör gunga að skrifa ekki undir nafni.

Kristinn Rúnar Kristinsson, 27.7.2008 kl. 20:09

12 Smámynd: Lolitalitla

Eitthvað virðast þeir viðkvæmir í sér sem blása mest á hvað rétt er og hvað rangt er í þessu máli og fyrir því að rautt spjald sé rautt spjald. Hvað hafið þið sem svo segið að þetta mál sé allt svo og svo uppblásið? Þekkið þið þá sem sagt til málsins? Þekkið þið kannski þennan viðkomandi skaphund? Er það þá hið versta mál að hann hafi fengið rautt spjald við það að hann missir stjórn á skapi sínu og bara á að líta undan með smá áminningu og klappi á bakið með orðunum "Passa sig næst töffari"? Útaf með skaphunda, þeir eiga ekki heima í íþróttum. Ekki fyrr en þeir hafa þroska til að gera greinamun á því hvað er að missa stjórn á skapinu og biðjast afsökunar í eftirsjá, eða það að halda að það sé töff að hreyta ónotum í dómara þegar dómari réttir upp rautt spjald.

Lolitalitla, 27.7.2008 kl. 20:38

13 identicon

já lolitalitla ég þekki þennan skaphund og ég spilaði sjálfur þennan leik og ég viðurkenni það allveg að það var hárrétt að gefa honum rautt og að hann átti ekki að gera þetta við dómarann en þetta er ýkt svo mikið og það sem sumir segja á blog síðum er ekki allt í lagi !

Daði (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 11:28

14 identicon

Síðan hvenær er horft á leik þar sem leikmennirnir tuða ekki í dómaranum ???Ég hef ekki spilað einn leik þar sem leikmenn hafa ekki tuðað í dómaranum og ég einnig. Þetta bara gerist í hita leiksins. Ég sá reyndar ekki leikinn en ég heyrði að dómarinn hefði ýkt þetta alveg rosalega mikið.Leikmaðurinn á að fá bann en ekki lífstíðar, hann er aðeins 14 ára og ég er alveg vissum að skapið hans muni batna ! Og hvernig getur þú Lolitalitla verið að gefa skít í hann þegar þú þekkir hann ekki neitt eins og málstækið segir "Ekki dæma bók af útlitinu".

Benni (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Lolitan

Höfundur

Lolitalitla
Lolitalitla
Felubloggari með ágætis húmör! Ætla mest að kasta fram stuttum hugleiðingum um fréttir líðandi stunda. Kannski skrifa smá öðru hvoru um aðra bloggara, kannski senda inn athugasemdir einhvers staðar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband